Höfum enn bullandi trú á okkur

Emelía Ósk Gunnarsdóttir sækir að körfu Vals.
Emelía Ósk Gunnarsdóttir sækir að körfu Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir að hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn við Val í úrslitum síðasta Íslandsmóts horfði Keflavík á eftir fjölda sterkra leikmanna í sumar auk þess sem liðið skipti um þjálfara.

Sem fyrr er mikill efniviður til staðar en hve langt getur liðið náð í vetur? Eftir tap á heimavelli gegn Skallagrími í fyrrakvöld er Keflavík með fjögur stig eftir fjórar umferðir.

„Þetta hefur ekki verið neitt hræðilegt – ágætt þó að maður hefði viljað byrja betur,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir, ein þeirra sem fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum 2017. „Á leiðinni inn í tímabilið í haust var maður ekkert að búast við að við yrðum langbestar, en við höfum samt bullandi trú á okkur og ætlum að fara inn í alla leiki til að vinna,“ segir Emelía og er ljóst að í Keflavík sættir enginn sig við minna en sæti í úrslitakeppninni. Þó ber að hafa í huga hversu sterkir leikmenn kvöddu í vor:

„Við erum vissulega mjög ungt lið en það er ekki eins og það sé í fyrsta sinn. Þegar ég kom inn í liðið vorum við ýkt ungar en stóðum okkur samt vel, og liðið var mjög ungt þegar við unnum Íslandsmeistaratitilinn síðast. Þetta er því alls ekki hræðileg breyting. Við erum bara að styrkja okkur núna til að við verðum framtíðin. Ég hef bullandi trú á því að þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp muni geta tekið næsta skref. Það er ekki eins og að við höfum misst helling án þess að hafa neitt til að bæta upp fyrir það,“ segir Emelía. Helsta áskorunin gæti falist í því að ná stöðugleika í leik liðsins:

„Já, það má segja það. Í þessu tapi gegn Skallagrími byrjuðum við eiginlega ekki leikinn fyrr en í fjórða leikhluta. Við eigum þetta svolítið mikið til. Við mætum voðalega rólegar í leik en föttum svo allt í einu í miðjum leik að við þurfum að fara að spila. Þetta er ekki alltaf svona en kemur fyrir.“

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert