Hildur Björg fór á kostum gegn Haukum

Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst KR-inga í dag.
Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst KR-inga í dag. mbl.is/Hari

Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir átti mjög góðan leik fyrir KR þegar liðið fékk Hauka í heimsókn í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í DHL-höllina í Vesturbæ í sjöundu umferð deildarinnar í dag. Leiknum lauk með tíu stigi sigri KR, 70:60, en Hildur skoraði 22 stig og tók sjö fráköst.

Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta skoruðu Vesturbæingar 20 stig gegn 9 stigum Hauka og staðan því 38:29 í hálfleik. Vesturbæingar voru með frumkvæðið í leiknum eftir þetta og þrátt fyrir að Haukar hafi unnið fjórða leikhluta með fjórum stigum dugði það ekki til.

Danielle Rodriguez átti einnig mjög góðan leik fyrir KR en hún skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var stigahæst í liði Hauka með 18 stig og fjögur fráköst. KR er með 12 stig eftir sjö leiki, líkt og Valur, sem nú spilar við Skallagrím, en Haukar eru í þriðja sætinu með 8 stig.

KR - Haukar 70:60

DHL-höllin, Urvalsdeild kvenna, 09. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 5:8, 7:14, 11:16, 18:20, 24:20, 24:25, 33:27, 38:29, 44:31, 53:38, 55:41, 59:45, 64:47, 67:51, 70:56, 70:60.

KR: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/7 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 18/9 fráköst/9 stoðsendingar, Sanja Orazovic 15/7 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Margrét Kara Sturludóttir 3/9 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 3, Ástrós Lena Ægisdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Lovísa Björt Henningsdóttir 18/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 10/9 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9/6 fráköst/5 stolnir, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Jannetje Guijt 4, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 100

mbl.is