Valur í toppmálum - Breiðablik vann botnslaginn

Helena Sverrisdóttir var með tvöfalda tvennu í Borgarnesi.
Helena Sverrisdóttir var með tvöfalda tvennu í Borgarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valskonur eru með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, eftir þægilegan 22 stiga sigur gegn Skallagrími í Borgarnesi í sjöundu umferð deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 82:60-sigri Vals en sigur Íslandsmeistaranna var aldrei í hættu. 

Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu með fimmtán stigum í hálfleik, 34:19. Róðurinn var því ansi þungur fyrir Borgnesinga í síðari hálfleik og Valskonur juku forskot sitt hægt og rólega eftir því sem leið á leikinn. Helena Sverrisdóttir og Kiana Johnson áttu báðar frábæran leik fyrir Valskonur og vorum með tvöfalda tvennu.

Helena skoraði 20 stig og tók fjórtán fráköst á meðan Kiana skoraði 20 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Hjá Skallagrími var Keira Ronbinson atkvæðamest með 29 stig og níu fráköst. Valur er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og hefur tveggja stiga forskot á KR en Skallagrímur er í fjórða sætinu með 8 stig.

Björk Gunnarsdóttir skoraði 16 stig fyrir Breiðablik gegn Grindavík.
Björk Gunnarsdóttir skoraði 16 stig fyrir Breiðablik gegn Grindavík. mbl.is/Hari

Þá hafði Breiðablik betur gegn Grindavík í botnslag deildarinnar í Smáranum í Kópavogi. Leiknum lauk með 70:64-sigri Blika sem leiddu með tveimur þremur stigum í hálfleik, 41:38. Liðin skoruðu einungis tólf stig á milli sín í þriðja leikhluta en Breiðablik var með frumkvæðið nánast allan leikinn.

Violet Morrow var atkvæðamest í liði Breiðabliks með 17 stig og fimmtán fráköst og þá átti Björk Gunnarsdóttir mjög góðan leik og skoraði 16 stig. Hjá Grindavík var Kamilah Jackson stigahæst með 15 stig og tíu fráköst. Breiðablik er í sjöunda sæti deildarinnar með 2 stig en Grindavík er án stiga í neðsta sæti deildarinnar.

Skallagrímur - Valur 60:82

Borgarnes, Urvalsdeild kvenna, 09. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 0:2, 0:5, 8:13, 8:17, 10:17, 12:23, 14:27, 19:34, 24:34, 26:43, 31:50, 33:59, 43:61, 48:71, 52:80, 60:82.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 29/9 fráköst/8 stolnir, Emilie Sofie Hesseldal 12/13 fráköst/5 stoðsendingar, Maja Michalska 6, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/8 fráköst, Clara Mathilde Colding-Poulsen 3, Arnina Lena Runarsdottir 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.

Valur: Helena Sverrisdóttir 20/14 fráköst, Kiana Johnson 20/4 fráköst/11 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 16/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12/4 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/10 fráköst, Kristín María Matthíasdóttir 3, Guðbjörg Sverrisdóttir 3.

Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 122

Breiðablik - Grindavík 70:64

Smárinn, Urvalsdeild kvenna, 09. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 5:4, 13:12, 19:14, 26:19, 29:25, 32:33, 35:36, 41:38, 43:40, 44:40, 48:43, 48:43, 53:48, 57:50, 63:54, 70:64.

Breiðablik: Violet Morrow 17/15 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Björk Gunnarsdótir 16, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 12, Telma Lind Ásgeirsdóttir 10/6 fráköst, Paula Anna Tarnachowicz 8/5 fráköst, Fanney Lind G. Thomas 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3.

Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.

Grindavík: Kamilah Tranese Jackson 15/10 fráköst/8 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 10/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 7, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 5, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Hrund Skúladóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 60

mbl.is