Fyrsti landsleikur Lovísu - Benedikt búinn að velja hópinn

Landsliðið á æfingu í vikunni.
Landsliðið á æfingu í vikunni. mbl.is/Hari

Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfuknattleik, hefur valið 12 manna leikmannahóp sinn fyrir leikinn gegn Búlgaríu í undakeppni EM en flautað verður til leiks í Laugardalshöllinni klukkan 20.

Lovísa Björt Henningsdóttir úr Haukum leikur í kvöld sinn fyrsta landsleik en þær Bríet Sif Hinriksdóttir, Grindavík, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum, og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Keflavík, sem voru í æfingahópnum eru ekki í leikmannahópnum í kvöld. Emelía Ósk kemur inn í hópinn fyrir leikinn á móti Grikkjum á sunnudaginn á kostnað Sóllilju Bjarnadóttur.

Leikmannahópur Íslands í kvöld:

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Val (2)
Guðbjörg Sverrisdóttir, Val (18)
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli (34)
Hallveig Jónsdóttir, Val (19)
Helena Sverrisdóttir, Val (75)
Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (30)
Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukum (0)
Sara Rún Hinriksdóttir,  Leicester Raiders (17)
Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukum (5)
Sóllilja Bjarnadóttir, KR(5)
Sylvía Rún Hálfdánardóttir, Val (2)
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum (15)

Domino’s, aðalstyrktaraðili KKÍ, ætlar að bjóða landsmönnum frítt á leikinn í kvöld og einnig upp á flatbökur milli kl. 19:00 og 19:30 í Höllinni.

mbl.is