Annað tap toppliðsins í röð

Hörður Axel Vilhjálmsson og Gerard Robinson eigast við í kvöld.
Hörður Axel Vilhjálmsson og Gerard Robinson eigast við í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík tapaði sínum öðrum leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið lá á útivelli gegn Haukum, 70:86. Haukar jöfnuðu KR og ÍR í fjórða og fimmta sæti með sigrinum. 

Haukar unnu fyrsta leikhlutann 27:16 og náðu mest 19 stiga forskoti. Keflavík minnkaði muninn mest í fjögur stig í seinni hálfleik, en þá tóku Haukar aftur við sér og unnu að lokum öruggan sigur. 

Flenard Whitfield skoraði 19 stig og tók 11 fráköst jhá Haukum og Kári Jónsson gerði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 18 stig fyrir Keflavík sem var án Dominykas Milka sem fyrir þessa umferð hafði skorað flest stig í deildinni og tekið flest fráköst. Hann tók út leikbann. 

Keflavík er með tólf stig, eins og Tindastóll og Stjarnan. Haukar eru í fimmta sæti með tíu stig, eins og KR og ÍR. 

Haukar - Keflavík 86:70

Ásvellir, Urvalsdeild karla, 22. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 8:2, 12:4, 21:10, 27:16, 31:21, 41:23, 43:31, 45:34, 47:40, 53:45, 58:51, 65:55, 70:60, 73:63, 78:67, 86:70.

Haukar: Flenard Whitfield 19/11 fráköst, Kári Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar, Gerald Robinson 13/13 fráköst, Haukur Óskarsson 12, Gunnar Ingi Harðarson 8/4 fráköst, Breki Gylfason 7, Hjálmar Stefánsson 6/5 fráköst/3 varin skot, Emil Barja 4/4 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 15 í sókn.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Khalil Ullah Ahmad 15, Deane Williams 15/10 fráköst/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 10, Ágúst Orrason 10, Veigar Áki Hlynsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 298

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert