Í úrslitaleikinn annað árið í röð

Martin Hermannsson og félagar eru komnir í bikarúrslit.
Martin Hermannsson og félagar eru komnir í bikarúrslit. Ljósmynd/EuroLeague

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Alba Berlín í þýska körfuboltanum eru komnir í undanúrslit í bikarkeppninni eftir 82:66-sigur á Bamberg á útivelli í dag.

Liðin mættust í úrslitum á síðustu leiktíð og hafði Bamberg þá betur, 83:82. Alba Berlín var hins vegar mun sterkari aðilinn í kvöld. 

Martin lék vel í þær 18 mínútur sem hann spilaði og skoraði átta stig og gaf þrjár stoðsendingar, en hann var hvíldur í seinni hálfleik þegar staðan var orðin vænleg. 

Martin og félagar mæta Oldenburg í úrslitaleik, en liðin eru í þriðja og fjórða sæti þýsku deildarinnar, Alba með 20 stig og Oldenburg með 18 stig. 

mbl.is