Sterkur í Evrópubikarnum

Haukur Helgi Pálsson átti fínan leik þrátt fyrir tap.
Haukur Helgi Pálsson átti fínan leik þrátt fyrir tap. Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari

Haukur Helgi Pálsson og samherjar hans hjá rússneska liðinu UNICS Kazan máttu þola 78:84-tap á heimavelli fyrir Mónakó í Evrópubikarnum í körfubolta í dag. 

Haukur átti fínan leik fyrir Kazan og skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hann nýtti þrjú af fimm þriggja stiga skotum sínum. 

Kazan hefur unnið einn leik og tapað einum í G-riðli, sem er annað stig keppninnar. Fyrir áramót hafnaði liðið í efsta sæti C-riðils og tryggði sér sæti í C-riðlinum. Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í útsláttarkeppnina. 

mbl.is