Valur þarf aðeins tvö stig enn

KR-ingurinn Danielle Rodriguez sækir að körfu Breiðabliks þar sem Telma …
KR-ingurinn Danielle Rodriguez sækir að körfu Breiðabliks þar sem Telma Lind Ásgeirsdóttir er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Valskonur eru tveimur stigum frá deildarmeistaratitlinum í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi, 99:74, í kvöld.

Valskonur eru með 42 stig eftir 23 leiki, átta stigum meira en KR sem er með 34 stig, og vegna innbyrðis úrslita gegn KR nægir Val að vinna einn af þeim fimm leikum sem þær eiga eftir.

Kiana Johnson skoraði 28 stig fyrir Val og Dagbjört Dögg Karlsdóttir 20 en Amarah Coleman skoraði 24 stig fyrir Snæfell.

KR var ekki í vandræðum með Breiðablik í Vesturbænum og sigraði 98:68 og er með annað sætið í nokkuð öruggum höndum, sex stigum á undan Skallagrími og Keflavík.

Sanja Orozovic var í aðalhlutverki hjá KR en hún skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Danielle Rodriguez skoraði 19 stig. Danni Williams gerði hvorki fleiri né færri en 50 af 68 stigum Breiðabliks.

Keflavík lagði Hauka að velli, 79:74, í lykilleik í baráttunni um þriðja og fjórða sætið. Daniella Morillo skoraði 30 stig fyrir Keflavík og tók 18 fráköst og Þóranna Kika Hodge-Carr skoraði 13 stig. Randi Brown skoraði 29 stig fyrir Hauka.

Skallagrímur fékk sín fyrstu stig eftir bikarmeistaratitilinn með naumum útisigri á Grindvíkingum, 76:66, þar sem Grindavík var yfir skömmu fyrir leikslok.

Keira Robinson skoraði 21 stig fyrir Skallagrím, Mathilde Colding-Poulsen 19 og Emile Hesseldal 17. Jordan Reynolds skoraði 19 stig fyrir Grindvíkinga og Tania Pierre-Marie 14.

Skallagrímur og Keflavík eru nú með 28 stig hvort og Haukar 26 stig en tvö þessara liða fylgja Val og KR í úrslitakeppnina.

Grindavík - Skallagrímur 66:76

Mustad-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 26. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 5:5, 7:11, 15:13, 19:17, 21:24, 23:29, 29:31, 34:35, 39:40, 47:45, 51:50, 54:57, 60:60, 64:63, 64:69, 66:76.

Grindavík: Jordan Airess Reynolds 19/22 fráköst/9 stoðsendingar, Tania Pierre-Marie 14/9 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/5 fráköst, Hrund Skúladóttir 7, Hulda Björk Ólafsdóttir 6, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 5, Hekla Eik Nökkvadóttir 5.

Fráköst: 34 í vörn, 11 í sókn.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 21/13 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Mathilde Colding-Poulsen 19, Emilie Sofie Hesseldal 17/8 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Arnina Lena Runarsdottir 7, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/5 fráköst/8 stoðsendingar, Maja Michalska 4, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 66

Snæfell - Valur 74:99

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 26. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 7:5, 9:10, 15:18, 24:20, 28:32, 35:41, 39:52, 41:61, 44:63, 50:69, 54:72, 58:75, 62:80, 66:86, 69:93, 74:99.

Snæfell: Amarah Kiyana Coleman 24/7 fráköst, Emese Vida 16/10 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/6 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 7/4 fráköst, Veera Annika Pirttinen 6, Anna Soffía Lárusdóttir 4/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 3.

Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 28/12 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 20/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 10/4 fráköst, Micheline Mercelita 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Lea Gunnarsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Anita Rún Árnadóttir 3, Kristín María Matthíasdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 69

KR - Breiðablik 98:68

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 26. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:9, 9:13, 10:18, 14:21, 22:25, 32:28, 44:32, 47:41, 54:44, 58:49, 66:51, 72:53, 76:55, 80:61, 89:68, 98:68.

KR: Sanja Orozovic 28/12 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 19/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 13/5 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 10/7 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 7, Alexandra Eva Sverrisdóttir 6/4 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2, Ástrós Lena Ægisdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 2/5 stoðsendingar.

Fráköst: 24 í vörn, 17 í sókn.

Breiðablik: Danni L Williams 50/15 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Fanney Lind G. Thomas 3/5 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2, Björk Gunnarsdótir 2, Isabella Ósk Sigurðardóttir 1/8 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 63

Keflavík - Haukar 79:74

Blue-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 26. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:6, 6:9, 13:12, 18:12, 21:17, 27:27, 34:34, 39:36, 41:40, 48:48, 55:54, 65:56, 66:58, 69:64, 72:64, 79:74.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 30/18 fráköst/5 stolnir, Þóranna Kika Hodge-Carr 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Katla Rún Garðarsdóttir 9/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Irena Sól Jónsdóttir 4, Elsa Albertsdóttir 3.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Haukar: Randi Keonsha Brown 29/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 11/11 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7/5 stoðsendingar, Jannetje Guijt 4, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 73

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert