Reif niður hringinn í Njarðvík

Mario Matasovic í hörðum slag við leilkmenn ÍR.
Mario Matasovic í hörðum slag við leilkmenn ÍR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Króatíski körfuknattleiksmaðurinn Mario Matasovic hefur greinilega æft vel eftir að tímabilinu hér heima var aflýst, því hann gerði sér lítið fyrir og reif niður hringinn á körfu í Ljónagryfjunni, heimavelli Njarðvíkur.

Njarðvíkingar greina frá atvikinu á heimasíðu sinni og kemur þar fram að leikmaðurinn hafi slitið járnið í sundur, sem er afar sjaldgæft. Þarf greinilega að styrkja hringina betur þegar Mario Matasovic er annars vegar. 

Hefur Matasovic leikið með Njarðvík síðustu tvö tímabil og þegar gert samning um að vera áfram hjá græna liðinu á Suðurnesjunum. 

mbl.is