Martin missti af auðveldum sigri Alba

Martin Hermannsson og samherjar í Alba Berlín eru á leið …
Martin Hermannsson og samherjar í Alba Berlín eru á leið í undanúrslit. Ljósmynd/Alba Berlín

Alba Berlín, lið Martins Hermannssonar, var í engum vandræðum með að sigra Göttingen í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum um þýska meistaratitilinn í körfuknattleik í München í dag.

Martin var hvíldur vegna meiðsla í baki sem hann varð fyrir í síðasta leik riðlakeppninnar fyrr í vikunni. Samherjar hans höfðu algjöra yfirburði, staðan var 52:29 í hálfleik og 81:40 eftir þrjá leikhluta en síðan slökuðu þeir á og lokatölur urðu 93:68.

Seinni leikur liðanna fer fram á laugardagskvöldið en sigurliðið samanlagt kemst í undanúrslit og nánast formsatriði er fyrir Berlínarliðið að tryggja sér það eftir úrslitin í dag.

Martin sagði við mbl.is að hann væri mikið betri í bakinu en ákveðið hefði verið að hann fengi aukadag til hvíldar til að jafna sig betur.

mbl.is