Úr Skagafirðinum til Valsmanna

Sinisa Bilic í leik með Tindastóli gegn ÍR á síðasta …
Sinisa Bilic í leik með Tindastóli gegn ÍR á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við slóvenska framherjann Sinisa Bilic en hann lék með Tindastóli á síðustu leiktíð. Bilic er 31 árs og skoraði 19,6 stig, tók 5,6 fráköst og gaf 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. 

Hefur hann lengst að leikið í heimalandinu og Slóvakíu á ferli sínum. Er hann fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Vals síðan Finnur Freyr Stefánsson tók við af Ágústi Björgvinssyni sem þjálfari liðsins. 

Leikmannahópur Valsmanna hefur breyst síðustu vikur því Austin Magnús Bracey og Ragnar Nathanaelsson hafa yfirgefið félagið síðan Finnur tók við. Frank Aron Booker skrifaði hinsvegar undir nýjan samning við félagið á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert