Reyndur Lithái á Krókinn

Antanas Udras.
Antanas Udras. Ljósmynd/Siauliai

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Litháann Antanas Udras um að leika með liðinu næsta vetur en Feykir segir frá þessu í dag.

Udras er reyndur leikmaður sem getur bæði spilað sem miðherji og framherji. Hann er 28 ára gamall og hefur lengst af leikið í B-deildinni í heimalandinu og varð meistari þar með liðinu Suduva árið 2017.

Undanfarin tvö tímabil hefur Udras spilað með Siauliai sem endaði í áttunda sæti af tíu liðum í efstu deild á síðustu leiktíð. Myndskeið af nokkrum af helstu tilþrifum Udras má sjá í spilaranum hér að neðan.

mbl.is