Vesturbæingurinn á leið til Bandaríkjanna

Orri Hilmarsson.
Orri Hilmarsson. mb.is/Hari

Körfuboltamaðurinn Orri Hilmarsson er á leiðinni í bandaríska háskólaboltann en hann staðfesti þetta í samtali við Karfan.is í dag.

Orri er uppalinn í KR en skipti fyrir síðasta tímabil yfir í Fjölni þar sem hann spilaði í efstu deild, Dominos-deildinni, þangað til keppni var aflýst vegna kórónuveirunnar. Hann mun fara til Bandaríkjanna í næstu viku og ganga í Cardinal Stritch-háskólann í Milwaukee í Wisconsin. Orri skoraði að meðaltali átta stig í leik í vetur en hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

mbl.is