Þjóðverjinn skreppur frá

Haukur Helgi Pálsson reynir að halda aftur af Schröder í …
Haukur Helgi Pálsson reynir að halda aftur af Schröder í leiknum í Berlín. AFP

Þjóðverðinn Dennis Schröder er kominn í frí frá NBA-búðunum í Orlando og leikur ekki næstu leiki með Oklahoma City Thunder.

Schröder og eiginkona hans eru að eignast sitt annað barn og leikmaðurinn hafði tilkynnt félaginu fyrir nokkru að hann ætlaði sér að vera viðstaddur fæðinguna. 

Mun hann dvelja með fjölskyldunni á næstunni og mun þurfa að fara í sóttkví áður en hann snýr aftur til Orlando til að taka þátt í leikjum Oklahoma. 

Dennis Schröder hefur leikið með Oklahoma síðan 2018 og var áður hjá Atlanta Hawks. Hann hefur verið mjög atkvæðamikill í vetur og skorað 19 stig að meðaltali. Schröder lék gegn Íslendingum á EM í Berlín árið 2015. 

mbl.is