Kristófer samdi við Val

Kristófer Acox á Hlíðarenda í dag.
Kristófer Acox á Hlíðarenda í dag. Ljósmynd/Facebooksíða Vals

Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfuknattleik, segir mörg félög hafa haft samband við sig í þessari viku en hann kaus að semja við Val. 

Valur tilkynnti um komu Kristófers í dag með tilkynningu á samfélagsmiðlum. Þar er haft eftir Kristófer: 

„Ég er spenntur fyrir komandi tímabili. Það er gaman að komast í nýtt umhverfi og fá nýja áskorun til að hjálpa mér að bæta minn leik. Það voru mörg félög sem höfðu samband við mig eftir mánudaginn en eftir að hafa skoðað málin þá hreifst ég af því sem er í gangi hér á Hlíðarenda.“

Kristófer Acox í leik með landsliðinu.
Kristófer Acox í leik með landsliðinu. mbl.is/Hari
mbl.is