Blikar ná í leikmenn

Kristján Leifur Sverrisson í leik með Haukum gegn Keflavík.
Kristján Leifur Sverrisson í leik með Haukum gegn Keflavík. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Leifur Sverrisson, sem leikið hefur með Haukum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, er genginn í raðir Breiðabliks. 

Kristján er 24 ára og var nokkuð áberandi í liði Hauka fyrir nokkrum árum en var hins vegar ekki með á síðasta tímabili. Kristján er af miklu körfuboltakyni en systur hans Helena og Guðbjörg leika með Val. 

Gabríel Sindri Möller er einnig kominn til Blika en hann var í Bandaríkjunum síðasta vetur. Gabríel er 21 árs og fékk sitt körfuboltauppeldi í Njarðvík en hefur einnig leikið með Hamri og Skallagrími. 

Leikmennirnir ættu að styrkja lið Blika talsvert í baráttunni í næstefstu deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert