Tryggvi og Martin fögnuðu góðum sigrum

Tryggvi Snær Hlinason lét mikið að sér kveða með Zaragoza …
Tryggvi Snær Hlinason lét mikið að sér kveða með Zaragoza í kvöld. Ljósmynd/Valencia

Landsliðsmennirnir  Tryggvi Snær Hlinason og Martin Hermannsson fögnuðu góðum sigrum með liðum sínum í spænsku A-deildinni í körfuknattleik í kvöld.

Tryggvi var í stóru hlutverki hjá Zaragoza sem vann Gran Canaria örugglega á heimavelli, 88:71. Hann var þriðji stigahæsti leikmðaur liðsins með 16 stig, tók sex fráköst og átti eina stoðsendingu en hann spilaði í tæpar 30 mínútur af 40.

Martin spilaði í tæpar 14 mínútur með Valencia sem vann Manresa á útivelli, 82:74. Hann skoraði 7 stig, átti þrjár  stoðsendingar og tók tvö fráköst.

Þetta var fyrsti sigur Zaragoza sem hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni en Valencia vann sinn annan leik af þremur.

Real Madrid, Obradorio, Barcelona, Baskonia og Tenerife eru öll með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert