Vonandi ekki leikið eftir

Sigurður Gunnar Þorsteinsson hafði betur í deilu sinni við ÍR.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson hafði betur í deilu sinni við ÍR. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég vildi fá launin mín og við komumst ekki að samkomulagi, þess vegna fór þetta fyrir dóm,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson við Morgunblaðið í gær en hann hefur átt í erfiðri deilu við sitt gamla félag ÍR.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auka dráttarvaxta vegna vangoldinna launa. Sigurður gerði tveggja ára samning við ÍR á síðasta ári, eftir stutta dvöl í Frakklandi, en sleit hins vegar krossband strax í fyrsta leik og gat ekki tekið frekari þátt með liðinu út tímabilið.

ÍR-ingar riftu samningi við Sigurð í vor, eftir að keppni á Íslandsmótinu var hætt vegna kórónuveirufaraldursins, en áður kom upp ágreiningur um hvort félagið ætti að greiða honum laun þann tíma sem hann var frá keppni vegna meiðsla. ÍR hafði þá ekki greitt honum frá og með desember. Sigurður höfðaði mál á hendur félaginu og krafði það um að greiða sér ógreidd laun á tímabilinu desember 2019 til mars á þessu ári.

ÍR-ingar töldu sig ekki þurfa að greiða Sigurði endurgjald af vinnuframlagi sem hann innti ekki af hendi enda hefðu þeir gert verktakasamning við hann. Töldu þeir að verktakar bæru sjálfir ábyrgð á að tryggja sig, ef slys bæri að höndum. Dómurinn komst hins vegar að því að áhætta vegna slysa sem ættu sér stað í samningsbundnum körfuknattleikjum hvíldi á félaginu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »