Illviðráðanlegur Tryggvi (myndskeið)

Leikmenn Lúxemborg réðu ekkert við Tryggva Snæ Hlinason í gær.
Leikmenn Lúxemborg réðu ekkert við Tryggva Snæ Hlinason í gær. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason átti stórleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann fjórtán stiga sigur gegn Lúxemborg í forkeppni HM 2023 í Eurovia Aréna í Bratislava í Slóvakíu í gær.

Framherjinn skoraði 17 stig og var stigahæstur í íslenska liðinu. Þá tók hann einnig ellefu fráköst og gaf eina stoðsendingu í 90:76-sigri Íslands.

Tryggvi er samningsbundinn Zaragoza á Spáni en þar á bæ tóku menn eftir frábærri frammistöðu Íslendingsins.

„Tryggvi stjórnaði ferðinni á parketinu gegn Lúxemborg“ sagði meðal annars í færslu sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert