Elvar öflugur en staðan erfið

Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai.
Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai. Ljósmynd/LKL

Elvar Már Friðriksson og samherjar hans í Siauliai standa höllum fæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar en Njarðvíkingurinn var þó í aðalhlutverki í kvöld í fyrri leik liðsins við Neptunas.

Siauliai tapaði leiknum á heimavelli, 76:91, og á því erfitt verkefni fyrir höndum í seinni leiknum á útivelli í næstu viku. Liðið vann þó upp stærra forskot en það á milli leikja í sextán liða úrslitunum.

Elvar var stigahæstur hjá Siauliai með 16 stig, átti langflestar stoðsendingar, 6 talsins, og spilaði mest, eða í 32 mínútur. Þá tók hann tvö fráköst.

mbl.is