Stórleikur nýliðans dugði ekki til

Jaka Brodnik úr Tindastóli, Matthías Orri Sigurðarson úr KR og …
Jaka Brodnik úr Tindastóli, Matthías Orri Sigurðarson úr KR og Antanas Udras úr Tindastóli í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tindastóll vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið hafði naumlega betur, 104:101, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í DHL-höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Nýr leikmaður KR, Ty Sabin, fór á kostum í sínum fyrsta leik og skoraði 47 stig. Stigahæstur í liði Tindastóls var Shawn Derrick Glover með 30 stig.

Leikurinn fór fjörlega af stað og var mikið jafnræði með liðunum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var enda jöfn, 32:32.

Í öðrum leikhluta hertu leikmenn Tindastóls aðeins tökin og hittu vel úr þriggja stiga skotum sínum á meðan KR-ingum gekk verr að hitta úr þriggja stiga skotum sínum. Leiddi Tindastóll með 6 stigum, 61:55, í hálfleik.

Síðari hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum þar sem leikmenn Tindastóls voru skynsamir í sínum aðgerðum og KR-ingum gekk ekki nægilega vel að hitta úr þriggja stiga skotum sínum. Eftir að KR tók leikhlé tók liðið þó aðeins við sér og nokkrir þristar fóru niður. Tindastóll hafði hins vegar ennþá fína stjórn á leiknum og staðan að loknum þriðja leikhluta 81:73 gestunum í vil.

Í fjórða leikhluta tók KR yfir fyrri hluta leikhlutans og jafnaði metin í 85:85. Eftir það var allt í járnum og skiptust liðin á að skora. Á ögurstundu, þegar 5 sekúndur voru eftir á klukkunni og staðan 102:101, rann Sabin í lokasókn KR-ingar, Viðar Ágústsson náði boltanum af honum og skoraði síðustu körfu leiksins fyrir Tindastól.

Lokatölur því 104:101 í hnífjöfnum, æsispennandi leik. Tindastóll er þar með búinn að vinna sinn fyrsta sigur en KR er búið að tapa báðum leikjum sínum á tímabilinu til þessa.

Gangur leiksins: 8:10, 16:14, 24:28, 32:32, 39:40, 46:49, 50:59, 55:61, 60:66, 61:72, 71:75, 73:81, 79:85, 87:89, 95:93, 101:104.

KR: Tyler Sabin 47/6 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Björn Kristjánsson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 7, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 7, Jakob Örn Sigurðarson 7, Brynjar Þór Björnsson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Tindastóll: Shawn Derrick Glover 30/8 fráköst, Nikolas Tomsick 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Antanas Udras 20/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Jaka Brodnik 6, Helgi Rafn Viggósson 4/7 fráköst, Viðar Ágústsson 4/4 fráköst, Axel Kárason 2.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Aðalsteinn Hjartarson, Gunnlaugur Briem.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

KR 101:104 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is