Grindvíkingar ósigraðir á toppnum

Dagur Kár Jónsson var í stóru hlutverki hjá Grindavík í …
Dagur Kár Jónsson var í stóru hlutverki hjá Grindavík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindvíkingar eru áfram með fullt hús stiga eftir nauman sigur á Haukum, 82:75, á heimavelli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í kvöld.

Grindvíkingar eru með átta stig á toppnum eftir fjóra leiki en Keflvíkingar og Stjörnumenn eiga möguleika á að ná þeim þegar umferðinni lýkur annað kvöld. Haukar eru með tvö stig úr fyrstu fjórum leikjunum.

Grindvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum og voru með góða forystu að honum loknum, 47:34. Haukar löguðu stöðuna verulega í þriðja leikhluta og staðan var 62:56 þegar sá fjórði hófst. Aðeins munaði tveimur stigum, 77:75, þegar 20 sekúndur voru eftir en þá skoraði Kristinn Pálsson þriggja stiga körfu sem gerði út um leikinn.

Joonas Jarvelainen skoraði 20 stig fyrir Grindavík, Kristinn Pálsson 20 og Dagur Kár Jónsson 17.

Breki Gylfason skoraði 16 stig fyrir Hauka og tók 10 fráköst, Brian Fitzpatrick skoraði 15 stig og tók 11 fráköst og Emil Barja skoraði 15 stig.

Gangur leiksins: 7:2, 12:4, 18:9, 23:13, 25:17, 31:21, 38:27, 47:34, 51:43, 59:48, 59:54, 62:56, 69:59, 69:64, 77:72, 82:75.

Grindavík: Joonas Jarvelainen 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 20/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17, Þorleifur Ólafsson 8/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Jens Valgeir Óskarsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 5 í sókn.

Haukar: Breki Gylfason 16/10 fráköst, Brian Edward Fitzpatrick 15/11 fráköst, Emil Barja 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 9, Hansel Giovanny Atencia Suarez 5/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Ágúst Goði Kjartansson 4, Ragnar Agust Nathanaelsson 2/4 fráköst, Hilmar Pétursson 2, Yngvi Freyr Óskarsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Aðalsteinn Hjartarson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert