Boston skoraði 141 stig

Carsen Edwards sækir að körfu Cleveland í nótt.
Carsen Edwards sækir að körfu Cleveland í nótt. AFP

Boston Celtics skoraði nánast að vild þegar liðið fékk Cleveland Cavaliers í heimsókn í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og sigraði 141:103. 

Tólf leikmenn komust á blað í stigaskorun hjá liðinu en mest skoraði Jaylen Brown sem var með 33 stig. 

Boston hefur unnið 9 leiki og tapað 6 í upphafi tímabilsins en Philadelphia 76ers er með bestan árangur á vesturströndinni til þessa en liðið hefur unnið 12 af fyrstu 17 leikjunum. 

LA Clippers vann sjöunda leikinn í röð þegar liðið vann Oklahoma City Thunder í borg englanna 108:100. Los Angeles-liðin hafa bæði unnið 13 leiki og eru með bestan árangur á vesturströndinni. 

Kawhi Leonard skoraði 34 stig fyrir Clippers í nótt. 

mbl.is