Embiid og Murray báðir með 50 stig

Joel Embiid hafði ástæðu til að fagna í nótt.
Joel Embiid hafði ástæðu til að fagna í nótt. AFP

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Joel Embiid skoraði hvorki meira né minna en 50 stig fyrir Philadelphia 76ers í sigri gegn Chicago Bulls og Jamal Murray gerði slíkt hið sama fyrir Denver Nuggets í sigri gegn Cleveland Cavaliers.

Auk þess að skora 50 stig tók Embiid 15 fráköst og gaf fimm stoðsendingar að auki í  112:105 sigri Philadelphia gegn Chicago.

Murray tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar ásamt því að skora stigin sín 50, ekkert þeirra úr vítaskotum, í 120:103-sigri Denver gegn Cleveland.

Öll úrslit næturinnar:

Philadelphia – Chicago 112:105

Cleveland  – Denver 103:120

Orlando – Golden State 124:120

Boston – Atlanta 121:109

Memphis – Detroit 109:95

Milwaukee – Oklahoma 98:85

New Orleans – Phoenix 114:132

Minnesota – Toronto 81:86

LA Clippers – Utah 116:112

mbl.is