Atkvæðamikill í Evrópusigri

Tryggvi Snær Hlinason lék ágætlega í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason lék ágætlega í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason og samherjar hans í spænska liðinu Zaragoza fara vel af stað í L-riðli í Meistaradeild Evrópu í körfubolta. Liðið vann 95:83-útisigur á Dinamo Sassari frá Ítalíu í fyrsta leik í kvöld.

Tryggvi spilaði í tæplega 15 mínútur hjá Zaragoza og skoraði fjögur stig, tók sex fráköst, gaf eina stoðsendingu og varði fjögur skot. Hann var með 15 framlagspunkta alls.

Nymburk frá Tékklandi og Bamberg frá Þýskalandi eru einnig í riðlinum sem er hluti sextán liða úrslitanna sem eru leikin í fjórum fjögurra liða riðlum. Efstu tvö lið riðilsins fara áfram í átta liða úrslitin.

mbl.is