Gaf ekki kost á sér vegna óviðeigandi hegðunar landsliðsþjálfara

„Ég hef sjálf orðið vitni að óviðeigandi hegðun þjálfara á mínum ferli,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfuknattleik, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Á dögunum var einn reyndasti dómari landsins tekinn af dómaralista KKÍ eftir að hafa reynt við leikmann í efstu deild kvenna.

Í kjölfarið stigu fram leikmenn úr deildinni, fyrrverandi og núverandi, og lýstu því yfir að þeir hefðu sjálfir lent í eða orðið vitni að óviðeigandi samskiptum við bæði þjálfara og dómara á sínum ferli.

„Ég var hluti af landsliðshópnum sem sagði sig úr landsliðsverkefni þar sem þjálfarinn var óviðeigandi,“ sagði Kara.

Það er ótrúlega leiðinlegt, eins og ég sagði áðan, að þurfa að standa í þessum endalausa slag alltaf.

Ég held hins vegar að gagnsæi myndi hjálpa mikið og þessi umfjöllun um þennan ákveðna dómara smánað klárlega íþróttina, þótt hún hafi klárlega átt rétt á sér,“ sagði Kara meðal annars.

Viðtalið við Margréti Köru í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert