Zion samur við sig í sigri

Zion Williamson gerði 38 stig í nótt.
Zion Williamson gerði 38 stig í nótt. AFP

Zion Williamson lék afar vel fyrir New Orleans Pelicans gegn Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Leiddi hann lið sitt til 112:103 sigurs með því að skora 38 stig, hans besta stigaskor á ferlinum til þessa, og bætti við sex fráköstum og fimm stoðsendingum.

Í liði Dallas var Tim Hardaway Jr. sömuleiðis öflugur og gerði 30 stig.

Átta leikir til viðbótar fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

New Orleans – Dallas 112:103

Milwaukee – New York 96:102

Minnesota – Houston 107:129

Washington – Detroit 106:92

San Antonio – Chicago 120:104

Oklahoma – Boston 94:111

Utah – Memphis 126:110

LA Clippers – Philadelphia 122:112

Sacramento – Cleveland 100:98

mbl.is