Glæsileg tvenna Njarðvíkingsins

Elvar Már Friðriksson er að gera góða hluti í Litháen.
Elvar Már Friðriksson er að gera góða hluti í Litháen. Ljósmynd/FIBA

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti afar góðan leik fyrir Siauliai í efstu deild Litháens í körfubolta í dag.

Elvar skoraði 13 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók fjögur fráköst á rúmum 34 mínútum og var einn besti leikmaður síns liðs, eins og oft áður á þessu tímabili.

Siauliai var í neðsta sæti deildarinnar stóran hluta tímabilsins en með góðu gengi að undanförnu hefur liðinu tekist að fara upp í sjöunda sæti. Siauliai hefur unnið níu leiki, þar af þrjá síðustu, og tapað átján. 

mbl.is