Haukar ekki af baki dottnir

Hansel Atencia var drjúgur í kvöld fyrir Hauka.
Hansel Atencia var drjúgur í kvöld fyrir Hauka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar náðu í tvö afar mikilvæg stig í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar liðið lagði ÍR að velli á Ásvöllum 104:94. 

Haukar eru í bullandi fallhættu eftir erfiðan vetur og eru nú með 8 stig eins og Höttur. Eru liðin tveimur stigum á eftir Njarðvík sem er í 10. sæti. Sigurinn í kvöld gæti því reynst mjög mikilvægur þegar upp verður staðið. 

Hansel Atencia skoraði 25 stig fyrir Hauka í kvöld en Evan Singletary 23 fyrir ÍR. 

Pétur Rúnar Birgisson átti stórleik.
Pétur Rúnar Birgisson átti stórleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tindastóll rótburstaði Þór 117:65 þegar Akureyringar renndu á Krókinn. Merkilega mikill munur á liðunum miðað við að þau eru með jafn mörg stig í deildinni eða 16. 

Pétur Rúnar Birgisson átti stórleik hjá Tindastóli og skoraði 25 stig en gaf auk þess 11 stoðsendingar. Dedrick Basile skoraði 15 stig fyrir Þór. 

Þór Þorlákshöfn  KR 84:76

Icelandic Glacial-höllin, Dominos-deild karla, 22. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 4:2, 10:4, 18:11, 26:18, 30:28, 37:33, 42:35, 47:37, 49:39, 57:42, 60:44, 64:50, 71:52, 74:63, 75:68, 84:76.

Þór Þorlákshöfn: Halldór Garðar Hermannsson 21/7 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 18/19 fráköst, Larry Thomas 18/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 9, Davíð Arnar Ágústsson 4/5 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 2/5 fráköst.

Fráköst: 37 í vörn, 9 í sókn.

KR: Tyler Sabin 24/6 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 11/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 11, Jakob Örn Sigurðarson 8/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 7/10 fráköst, Zarko Jukic 7/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Gunnlaugur Briem.

Tindastóll  Þór Akureyri 117:65

Sauðárkrókur, Dominos deild karla, 22. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 5:3, 7:10, 11:12, 21:16, 32:23, 36:25, 43:28, 55:32, 66:36, 75:42, 82:47, 92:50, 102:51, 109:57, 115:59, 117:65.

Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 25/5 fráköst/11 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 23/9 stoðsendingar, Antanas Udras 16/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 13, Jaka Brodnik 12/4 fráköst, Axel Kárason 11/6 fráköst, Flenard Whitfield 8/7 fráköst, Viðar Ágústsson 7, Helgi Rafn Viggósson 2/8 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 14 í sókn.

Þór Akureyri: Dedrick Deon Basile 15, Ivan Aurrecoechea Alcolado 11/9 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 8, Ohouo Guy Landry Edi 7, Srdan Stojanovic 7, Ragnar Ágústsson 7/4 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 3, Smári Jónsson 3, Páll Nóel Hjálmarsson 2, Andrius Globys 2/4 fráköst.

Fráköst: 16 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 50

mbl.is