Stórleikur LaVines dugði ekki til

Zach LaVine í baráttunni við Kevin Durant og Joe Harris …
Zach LaVine í baráttunni við Kevin Durant og Joe Harris í nótt. AFP

Zach LaVine fór fyrir sínum mönnum í Chicago Bulls í hörkuleik gegn Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

LaVine skoraði 41 stig en það dugði þó ekki til því Brooklyn hafði að lokum betur, 115:107.

Stigaskorun dreifðist afar vel á milli leikmanna Brooklyn í leiknum í nótt. Kevin Durant var stigahæstur með 21 stig og átta stoðsendingar og næstur á eftir honum kom Joe Harris með 17 stig.

Varamannabekkurinn kom sterkur inn með gott framlag og voru alls átta leikmenn Brooklyn með 10 stig eða meira.

Alls fóru 11 leikir fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Chicago – Brooklyn 107:115

LA Lakers – New York 101:99 (frl.)

Charlotte – Denver 112:117

Detroit – Minnesota 100:119

Boston – Miami 121:129

Toronto – LA Clippers 96:115

Indiana – Philadelphia 103:94

Memphis – Dallas 133:104

Milwaukee – Orlando 114:102

Golden State – Phoenix 122:116

Sacramento – Oklahoma 122:106

mbl.is