„Þetta er ekki satt“

Damian Lillard í leik með bandaríska landsliðinu gegn Ástralíu í …
Damian Lillard í leik með bandaríska landsliðinu gegn Ástralíu í vikunni. AFP

Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfuknattleik og bandaríska landsliðsins, segir það ekki vera rétt að hann hafi beðið um skipti frá félaginu.

„Þetta er ekki satt. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um framtíð mína. Það er engin þörf fyrir að einhverjir aðrir tali fyrir mína hönd,“ sagði Lillard í samtali við Yahoo Sports í morgun.

Fregnir höfðu borist af því vestanhafs að hann myndi óska eftir skiptum og að líklegasti áfangastaður Lillards yrði LA Lakers.

„Það er búið að halda ýmsu fram en það er ekki komið frá mér,“ bætti hann við.

Lillard sagðist búast við því að vera áfram hjá Portland á næsta tímabili en að hann vildi sjá bætingar hjá liðinu, hvar sem fæti er drepið niður. Því gæti afstaða Lillards breyst en að svo stöddu hefur hann ekki beðið um að fá að skipta yfir til annars liðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert