Skellur í fyrsta leik í Tallinn

Styrmir Snær Þrastarson og Júlíus Orri Ágústsson voru báðir í …
Styrmir Snær Þrastarson og Júlíus Orri Ágústsson voru báðir í byrjunarliði Íslands. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola 65:86-skell gegn Finnlandi í fyrsta leik Norðurlandamótsins í Tallinn í dag.

Leikurinn var jafn fyrstu þrjá leikhlutana en Finnland vann fjórða og síðasta leikhlutann 29:10 og öruggan sigur í leiðinni.

Fyrirliðinn Júlíus Orri Ágústsson og Dúi Þór Jónsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með 13 stig hvor og Ástþór Svalason gerði níu. Þeir Styrmir Snær Þrastarson og Veigar Páll Alexandersson komu þar á eftir með sex stig.

Ísland leikur við heimamenn í Eistlandi á morgun klukkan 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert