Bologna fékk skell

Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Ljósmynd/FIBA

Jón Axel Guðmundsson skilaði sínu hjá Bologna í deildabikarkeppninni í körfuknattleik á Ítalíu í kvöld en úrslitin voru ekki góð. 

Bologna fékk skell gegn Venezia 67:95. Jón Axel skoraði 9 stig og var þriðji stigahæstur hjá Bologna. 

Hann tók einnig fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Jón Axel hefur að undanförnu stigið sín fyrstu skref með Bologna en hann lék í Þýskalandi á síðasta tímabili. 

mbl.is