Stjarnan keyrði yfir ÍR í framlengingu

Hilmar Smári Henningsson skoraði 14 stig fyrir Stjörnuna í kvöld.
Hilmar Smári Henningsson skoraði 14 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stjarnan vann 113:102-heimasigur á ÍR er liðin mættust í lokaleik kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta. Úrslitin réðust í framlengingu, eins og í tveimur öðrum leikjum í kvöld.

ÍR var yfir nánast allan leikinn og náði mest 15 stiga forskoti um miðbik leiksins. Stjarnan neitaði hinsvegar að gefast upp og með góðum endaspretti tókst heimamönnum að jafna og tryggja sér framlengingu.

Í framlengingunni voru Stjörnumenn mun sterkari og unnu að lokum sætan ellefu stiga endurkomusigur.

Robert Turner fór á kostum á lokakaflanum en hann skoraði 26 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Shawn Hopkins skoraði 29 stig. Shakir Smith skoraði 30 stig og tók 9 fráköst fyrir ÍR og Tomas Zdanavicius skoraði 19 stig.

Gangur leiksins:: 4:4, 8:12, 11:18, 23:28, 26:34, 32:41, 38:46, 42:51, 47:57, 55:64, 62:67, 70:78, 74:83, 83:87, 90:91, 99:99, 107:102, 113:.

Stjarnan: Shawn Dominique Hopkins 29/8 fráköst, Robert Eugene Turner III 26/11 fráköst/10 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Smári Henningsson 14/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 9/8 fráköst, Gunnar Ólafsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Kristján Fannar Ingólfsson 3.

Fráköst: 26 í vörn, 23 í sókn.

ÍR: Shakir Marwan Smith 30/9 stoðsendingar, Tomas Zdanavicius 19/6 fráköst, Collin Anthony Pryor 18/13 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 14/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 8, Róbert Sigurðsson 8, Breki Gylfason 5.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 167

Körfuboltinn í beinni opna loka
kl. 22:12 Leik lokið Stjarnan 113:102 ÍR - Þá er þessu lokið hjá okkur í kvöld. Þvílíkt körfuboltakvöld! Þrjár framlengingar og mikið fjör.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert