Washington áfram á sigurbraut

Kyle Kuzma, leikmaður Washington Wizards.
Kyle Kuzma, leikmaður Washington Wizards. AFP

Washington Wizards heldur áfram góðu gengi sínu í NBA-deildinni í körfuknattleik. Í nótt vann liðið öruggan 104:92 sigur á útivelli gegn Orlando Magic og er með næstbestan árangur allra liða í deildinni á tímabilinu.

Spencer Dimwiddle var stigahæstur Washington-manna og náði tvöfaldri tvennu er hann skoraði 23 stig og tók 11 fráköst.

Skammt undan var Cole Anthony með 22 stig fyrir Orlando.

Washington hefur nú unnið níu af fyrstu 12 leikjum sínum í NBA-deildinni á tímabilinu og hefur Golden State Warriors aðeins gengið betur með því að vinna fyrstu 11 af 12 leikjum sínum.

Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Orlando - Washington 92:104

Utah - Miami 105:11

Indiana - Philadelphia 118:113

New Orleans - Memphis 112:101

Toronto - Detroit 121:127

Cleveland - Boston 91:89

LA Clippers - 129:102

mbl.is