Ítalir unnu Hollendinga naumlega

Frá leik Ítalíu og Hollands í kvöld.
Frá leik Ítalíu og Hollands í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Ítalía vann Holland 75:73 í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni HM karla í körfuknattleik og eru Ítalir því með jafn mörg stig og Ísland eftir tvo leiki. 

Ítalía hafði yfirhöndina mest allan leikinn en Hollendingar voru ekki mjög langt á eftir. Fyrir síðasta leikhlutann var Ítalía með tíu stiga forskot. Hollendingar áttu ótrúlegan kafla í fjórða leikhluta og náðu að komast tveimur stigum yfir. En Ítalir voru öflugri á síðustu tveimur mínútunum og lönduðu sigri. 

Rússland vann Ítalíu 92:78 á föstudag og Ísland vann Holland 79:77. Hollendingar hafa því tapað báðum leikjunum til þessa en eru aðeins með fjögur stig í mínus. 

mbl.is