Valskonur stungu af á lokasprettinum

Birgit Ósk Snorradóttir og Ameryst Alston í leiknum í Smáranum …
Birgit Ósk Snorradóttir og Ameryst Alston í leiknum í Smáranum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valskonur lögðu Breiðablik að velli þegar liðin mættust í Smáranum í kvöld í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, en lokatölur urðu 98:72.

Leikurinn var jafn lengi vel. Valur var yfir eftir fyrsta leikhluta, 22:16, og 37:32 í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta stóð 64:58, Valskonum í hag en þær náðu síðan öruggu forskoti í byrjun fjórða leikhluta og stungu hreinlega af í kjölfarið. Síðasti leikhlutinn endaði 34:14.

Valur er þá með 14 stig eftir níu leiki og komst að hlið toppliðs Njarðvíkur, sem leikur við Grindavík síðar í kvöld. Breiðablik er áfram næstneðst með tvö stig að níu leikjum loknum.

Ameryst Alston skoraði 31 stig fyrir Val og tók 10 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 21 stig og Hallveig Jónsdóttir 19.

Michaela Lynn Kelly skoraði 31 stig fyrir Breiðablik, Iva Georgieva 12 og Birgit Ósk Snorradóttir 10.

Gangur leiksins: 2:4, 5:11, 8:18, 16:22, 24:25, 24:25, 30:31, 32:37, 40:41, 48:48, 52:56, 58:64, 62:75, 65:86, 69:96, 72:98.

Breiðablik: Michaela Lynn Kelly 31/4 fráköst, Iva Georgieva 12/8 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 10/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/5 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 6, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 5, Anna Lóa Óskarsdóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Valur: Ameryst Alston 31/10 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 21/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 19/7 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 10, Sara Líf Boama 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 7/7 fráköst, Anita Rún Árnadóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Georgia Olga Kristiansen, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 23

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert