Valsmenn lögðu Íslandsmeistarana

Kristófer Acox átti stórleik gegn Þórsurum.
Kristófer Acox átti stórleik gegn Þórsurum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristófer Acox átti stórleik fyrir Val þegar liðið vann ellefu stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í áttundu umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 86:75-sigri Valsmann en Kristófer skoraði 18 stig í leiknum og tók fjórtán fráköst.

Valsmenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 14:12. Þórsurum tókst hins vegar að snúa leiknum sér í vil og leiddu með sjö stigum í hálfleik, 43:36.

Staðan var jöfn eftir þriðja leikhluta, 59:59, en í fjórða leikhluta varð algjört hrun hjá Þórsurum sem soruðu einungis 13 stig gegn 27 stigum Valsmanna.

Pablo Bertone skoraði 21 stog og gaf sjö stoðsendingar í liði Vals og þá skoraði Callum Lawson 15 stig gegn sínum gömlu liðsfélögum. Glynn Watson og Davíð Arnar Ágústsson voru stigahæstir Þórsara með 16 stig hvor.

Valur er með 10 stig í sjötta sæti deildarinnar en Þórsarar eru í efsta sætinu með 12 stig.

Gangur leiksins:: 0:0, 8:5, 10:10, 14:12, 17:20, 26:30, 28:36, 36:43, 40:49, 47:50, 57:55, 59:59, 63:59, 66:63, 77:70, 86:75.

Valur: Pablo Cesar Bertone 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 18/14 fráköst, Callum Reese Lawson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Búi Birgisson 13/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6, Pavel Ermolinskij 5/6 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Þór Þ.: Davíð Arnar Ágústsson 16, Glynn Watson 16/8 fráköst, Luciano Nicolas Massarelli 11/4 fráköst, Daniel Mortensen 11/7 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 11, Emil Karel Einarsson 9, Ronaldas Rutkauskas 1/10 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 98

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert