Fjölnir í toppsætið eftir sigur á botnliðinu

Aliyah Mazyck, sem fór á kostum fyrir Fjölni, sækir að …
Aliyah Mazyck, sem fór á kostum fyrir Fjölni, sækir að körfu Breiðabliks í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjölnir fór í kvöld upp í toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta eftir 91:81-sigur á botnliði Breiðabliks á heimavelli.

Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum, því munurinn var aðeins eitt stig þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Fjölnir stakk hinsvegar af í blálokin og vann tíu stiga sigur.

Aliyah Mazyck fór á kostum fyrir Fjölni og skoraði 40 stig og tók 14 fráköst. Sanja Orozovic bætti við 29 stigum og sex fráköstum.

Michaela Kelly skoraði 21 stig og tók 12 fráköst fyrir Breiðablik og þær Telma Lind Ásgeirsdóttir og Anna Soffía Lárusdóttir skoruðu 16 stig hvor.

Fjölnir er nú með 20 stig, tveimur stigum meira en Njarðvík en nýliðarnir eiga tvo leiki til góða. Breiðablik er á botninum með aðeins tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert