Ætlum að verja heimavöllinn

Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls spilaði eins og engill í kvöld þegar lið hans sótti 84:79-útisigur í fyrsta leik gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfubolta karla.

Pétur skilaði 16 stigum fyrir sína menn og spilaði fanta vörn allan leikinn. Hann sagði leikplanið hafa gengið upp að mestu en þó ekki alveg. Pétur sagðist ánægður með að halda Njarðvíkingum í 79 stigum og að föst vörn liðsins hafi skilað sér vel.

Pétur sagðist hafa nýtt sér það vel að varnarmenn hans hafi fallið aðeins af honum og að nú væri mikilvægt að fara heim á sunnudag og verja heimavöllinn á Sauðárkróki.

Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls.
Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert