Sjaldan séð körfubolta á jafn háu getustigi

Leikir Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum Íslandsmótsins hafa einkennst af …
Leikir Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum Íslandsmótsins hafa einkennst af miklum gæðum leikmanna. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Sjaldan hefur verið eins skemmtilegt að fylgjast með úrslitakeppninni í körfuboltanum og á þessu vori. Það á jafnt við um karlana og konurnar en baráttan um titlana hjá báðum kynjum hefur verið jöfn og tvísýn.

Þótt það sé aðeins tilfinning hverju sinni þá held ég að við höfum sjaldan eða aldrei séð körfubolta á jafn háu getustigi hér á landi og á þessu tímabili sem nú fer senn að ljúka.

Gæði erlendra leikmanna vega alltaf þungt og margir virkilega góðir hafa sett svip á deildina í vetur, en ólíkt hinum stóru boltagreinunum spilar líka stærstur hluti íslenska landsliðsfólksins í deildunum hér heima.

Nú hefur stjórn KKÍ ákveðið að fara að vilja meirihluta félaganna og setja takmarkanir á erlenda leikmenn fyrir næsta tímabil. Taka upp svokallaða 3+2-reglu sem þýðir að ávallt þurfa að vera tveir íslenskir leikmenn inni á vellinum í hvoru liði.

Bakvörð Víðis má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert