Uppselt á stórleikinn

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Pétur Rúnar Birgisson og Callum Lawson í …
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Pétur Rúnar Birgisson og Callum Lawson í fyrsta leik liðanna í einvíginu. mbl.is/Árni Sæberg

Uppselt er á þriðja leik Vals og Tindastóls í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í körfubolta.

Leikurinn fer fram annað kvöld í Origo-höllinni á Hlíðarenda en hún tekur um 1500 manns.

KKÍ sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að uppselt sé orðið á leikinn svo eftirspurnin eftir miðum er greinilega mikil.

Staðan í einvíginu er 1:1 en liðin hafa unnið heimaleikina sína hingað til. Fyrra liðið til að vinna þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

mbl.is