ÍR semur við fimm efnilega leikmenn

Friðrik Leó Curtis hefur skrifað undir nýjan samning við ÍR.
Friðrik Leó Curtis hefur skrifað undir nýjan samning við ÍR. Ljósmynd/ÍR

ÍR hefur samið við fimm unga og efnilega körfuknattleiksmenn. Þeir eru fæddir á árunum 2003-2006

Um er að ræða þá Jónas Steinarsson fæddur 2003, Aron Orra Hilmarsson fæddur 2004, Friðrik Leó Curtis fæddur 2005, Óskar Víking Davíðsson fæddur 2005 og Stefán Orra Davíðsson fæddur árið 2006. 

Aron og Stefán eru leikstjórnendur og munu veita erlendum leikstjórnanda liðsins veglega samkeppni. Aron hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands og meistaraflokk ÍR undanfarin ár og Stefán er hluti af u16 ára landsliðinu.

Jónas er hávaxinn leikmaður sem getur bæði leyst stöðu framherja og miðherja. Jónas var hluti af u18 landsliði Íslands í fyrra. 

Friðrik Leó og Óskar geta báðir leyst ýmsar stöður á vellinum og eru báðir hluti af u18 ára landsliði Íslands í ár. 

mbl.is