Ísland í undanúrslit eftir sterkan sigur

Almar Orri Atlason átti afar góðan leik fyrir íslenska liðið.
Almar Orri Atlason átti afar góðan leik fyrir íslenska liðið. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U18 ára landslið karla í körfubolta er komið í undanúrslit í B-deild Evrópumótsins eftir 95:89-sigur á Bosníu í átta liða úrslitum í kvöld. Leikið er í Ploiesti í Rúmeníu.

Bosnía vann fyrsta leikhlutann 30:25 en íslenska liðið lagði gruninn að góðum sigri í öðrum og þriðja leikhluta.

Almar Orri Atlason skoraði 22 stig fyrir íslenska liðið og tók auk þess 15 fráköst. Tómas Valur Þrastarson bætti við 17 stigum og 11 fráköstum og Daníel Ágúst Halldórsson gerði 17 stig og gaf 7 stoðsendingar.

mbl.is