Sektaður um 5,7 milljónir fyrir niðrandi ummæli

Anthony Edwards, til vinstri, er einn besti ungi körfuboltamaður heims.
Anthony Edwards, til vinstri, er einn besti ungi körfuboltamaður heims. AFP/Justin Ford

Bandaríska NBA-deildin í körfubolta hefur sektað Anthony Edwards, leikmann Minnesota Timberwolves, um 40.000 dollara, 5,7 milljónir króna, vegna niðrandi ummæli um samkynhneigða á Instagram.

Ummæli Edwards í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum voru bæði niðrandi og meiðandi að mati NBA. Hann hefur nú beðist afsökunar á Twitter.

„Það sem ég sagði var óþroskað og særandi og ég biðst innilegrar afsökunar. Það er óafsakanlegt fyrir mig og hvern annan að nota svona orðbragð. Ég var alinn upp betur en þetta,“ skrifaði hann m.a. á Twitter.

Edwards er einn besti ungi leikmaður NBA-deildarinnar, en hann skoraði 21,3 stig, tók 4,8 fráköst og gaf 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð, en hann er aðeins 21 árs.

mbl.is
Loka