Bandaríkjamaður til Grindavíkur

David Azore mun leika með Grindavík á komandi tímabili.
David Azore mun leika með Grindavík á komandi tímabili. Ljósmynd/Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavík hefur komist að samkomulagi við bandaríska leikmanninn David Azore um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili.

Azore er 23 ára gamall fjölhæfur leikmaður sem leikur oftast sem bakvörður en getur jafnframt leyst fleiri stöður á vellinum. Hann er 192 sentimetrar á hæð og kom hingað til lands í dag.

Hann kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með liði UT Arlington-háskólans við góðan orðstír. Azore skoraði að meðaltali 19,8 stig í leik á síðustu leiktíð.

„Þetta er fjölhæfur, ungur og spennandi leikmaður sem við bindum miklar vonir við.

Hann er góð skytta fyrir utan þriggja stiga línuna en getur líka keyrt upp að körfunni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í tilkynningu körfuknattleiksdeildar félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert