Skemmtilegt ævintýri sem maður sá ekki fyrir

Emil Karel Einarsson hefur leikið með Þór frá Þorlákshöfn í …
Emil Karel Einarsson hefur leikið með Þór frá Þorlákshöfn í fjórtán ár og spilar fyrsta Evrópuleik liðsins í Kósóvó í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór frá Þorlákshöfn verður á meðal liða sem taka þátt í Evrópubikar karla í körfubolta í ár. Liðið leikur við AEK Larnaca frá Kýpur í átta liða úrslitum síns riðils klukkan 15 í dag. Leikið er í Mitrovica í Kósóvó. Takist Þór að vinna kýpverska liðið bíður þeirra belgíska liðið Antwerp Giants í undanúrslitum. Tap í dag þýðir að þátttöku liðsins í ár er lokið, en liðið sem vinnur riðilinn fer í aðalkeppnina í vetur.

„Við komum hingað í gær (á sunnudag). Við þurftum að millilenda í Luton á Englandi í fjóra tíma eða svo og svo flugum við til Kósóvó yfir nóttina. Við fengum svo hvíldardag í kjölfarið, þar sem við náðum að leggja okkur og skoða okkur aðeins um. Nú erum við vel hvíldir og klárir í þetta,“ sagði Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »