Deildin fer af stað með fjórum leikjum

Pablo Cesar Bertone og Adama Darboe eigast við í leik …
Pablo Cesar Bertone og Adama Darboe eigast við í leik Vals og Stjörnunnar á sunnudag. Liðin mætast aftur í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildin, fer af stað í kvöld með fjórum leikjum í 1. umferðinni. Þar á meðal mætast Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Stjörnunnar.

Þessi tvö lið mættust einmitt í æsispennandi leik í Meistarakeppni KKÍ síðastliðinn sunnudag þar sem Valur varð meistari meistaranna með 80:77-sigri.

Sá leikur fór fram í Origo-höllinni og leikur kvöldsins, sem hefst klukkan 20.15, fer sömuleiðis fram í henni.

Fleiri forvitnilegir slagir verða á dagskrá í kvöld þar sem Þór frá Þorlákshöfn fær Breiðablik í heimsókn.

Þá tekur ÍR á móti deildarmeisturum síðasta tímabils, Njarðvík, í Breiðholtinu og KR fær Grindavík í heimsókn í Vesturbæinn.

Leikir kvöldsins:

Þór Þ. - Breiðablik kl. 18.15

KR - Grindavík kl. 19.15

ÍR - Njarðvík kl. 19.15

Valur - Stjarnan kl. 20.15

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert