Þeir eru hörkugóðir og við líka

Hörður Axel Vilhjálmsson var sannarlega mikilvægur fyrir sína menn og skoraði körfu á mikilvægum augnablikum leiks Keflavíkur og Tindastóls í kvöld þegar Keflvíkingar höfðu sigur.

Hörður sagði leikinn hafa verið góður en að ákveðin haustbragur hafi verið á tímum. Hörður sagði að stemmningin hafi verið góð og að hann gæti ekki beðið um mikið meira í fyrsta leik tímabilsins.

Hörður sagði það einnig að það sæist bersýnilega að Keflvíkingar eiga fullt af efni til að vinna í í sínum leik. 

Viðtalið við Hörð má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert