Hamar komst í annað sætið

Jose Medina, til vinstri, í bikarleik Hamars gegn KR í …
Jose Medina, til vinstri, í bikarleik Hamars gegn KR í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Hamarsmenn styrktu stöðu sína í toppbaráttu 1. deildar karla í körfuknattleik þegar þeir unnu mjög öruggan sigur á Skagamönnum, 108:84, í Hveragerði í kvöld.

Hamar komst með sigrinum upp fyrir Sindra og í annað sætið með 16 stig en Álftanes er með 20 stig á toppi deildarinnar. Skagamenn eru áfram í sjöunda sæti með 10 stig.

Jose Medina skoraði 26 stig fyrir Hamar og Ragnar Nathanaelsson tók 17 fráköst.

Gangur leiksins:: 4:8, 15:14, 24:16, 32:24, 39:29, 47:36, 52:45, 56:53, 56:59, 68:64, 75:69, 83:71, 92:71, 96:78, 103:81, 108:84.

Hamar: Jose Medina Aldana 26/7 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 20, Ragnar Agust Nathanaelsson 17/17 fráköst/3 varin skot, Mirza Sarajlija 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 16, Haukur Davíðsson 8, Alfonso Birgir Söruson Gomez 3, Daði Berg Grétarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 12 í sókn.

ÍA: Jalen David Dupree 17/7 fráköst, Marko Jurica 16/6 fráköst, Anders Gabriel P. Adersteg 16/8 fráköst, Lucien Thomas Christofis 13/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 8, Þórður Freyr Jónsson 5, Hjörtur Hrafnsson 3, Daði Már Alfreðsson 2, Júlíus Duranona 2, Tómas Andri Bjartsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Arnar Þór Þrastarson.

Áhorfendur: 68

mbl.is